13.2.08

Jámjám

Villíaní segist þurfa tíma til að huxa sig um. Mér finnst líklegra að hann vanti tíma til að gá hvort borgarbúar eru ekki tilbúnir að gleyma klúðrunum hans ef hann púllar nokkur kúl og vinsæl múv með borgarstjórninni sinni á næstu mánuðum. Sem getur bara vel verið.

En menn þurfa þá líka að finna upp á einhverju betra en að eyða haug af milljónum í einhverja húskofa við Laugaveginn.

Annars hefur nú bylur dottið af húsinu. Kvöldverðir með börnunum okkar eru orðin mikil ævintýri. Sá stóri er reyndar oftast hættur að vera nokkuð til vandræða. Sá litli er eiginlega ekki farinn að vera almennilega til vandræða ennþá, ef maður passar bara að hann sé búinn að borða rétt áður en athöfnin hefst. (Sem gerir reyndar að verkum að Móðurskipið tekur takmarkaðan þátt í undirbúningi máltíðar.) En sú tveggja ára snýr gjarnan öfugt í stólnum sínum, vill sjaldnast borða og er eiginlega alveg tveggja manna verk, ein og sér.

Og núna sitjum við og strákarnir frammi í stofu og heyrist ekki í okkur, en Rannsóknarskip er að reyna að svæfa litlu Hamhleypuna, með takmörkuðum árangri, heyrist mér. Hún var annars orðin hitalaus seinnipartinn í dag svo þau feðgin komast bæði í (fjársveltu) skólana sína á morgun, öllum til taumlausrar hamingju. Henni var illa farið að leiðast heimasetan í dag og máttu menn hafa sig alla við að skapa henni ný og ný verkefni.

Hraðbátur er nú orðinn 10 daga gamall. Hann er farinn að vaka pínulítið á milli blunda, en ekkert sem orð er á gerandi. Það er að komast regla á matartímana hans. Svo stækkar hann og stækkar og verður mannalegri með hverjum deginum. Myndir á morgun.

1 ummæli:

Siggadis sagði...

Hlakka til að sjá myndir :-)