Annars var þetta ógurlega bissí dagur hjá okkur Hraðbáti. Maður býr sér gjarnan til svoleiðis ef maður sefur fram að hádegi. Það sem eftir var af deginum fór síðan bara í heimilishald og brjóstagjöf. Dagný ljósmóðir kom líka og vigtaði, sá litli er orðinn næstum 4 kíló, svo að nú fer maður að púsla saman vagninum. En þá þarf ég einhvern veginn að komast niður í geymslu. Þetta er mikil púsluspil, allt sem ég þarf að reyna að ná að gera á meðan Hraðbáturinn sefur, eftir að Rannsóknarskip og Freigáta eru komin heim. Ég var einmitt að spá í þetta áðan, þegar ég skaust í örstutta sturtu áður en Rannsóknarskip fór á fund. Hvernig fara einstæðar mæður ungbarna eiginlega að því að þrífa sig og næra?
Það snörlar eitthvað í honum núna og ég er ekki frá því að ég finni líka fyrir kvefbyrjun. Vona alveg einstaklega fast að við séum ekki að fá flensu. Ég þarf nebblega að undirbúa kynningu á verkefninu mínu fyrir fimmtudag og skrifa mig í gegnum leikrit sem ég er ekki byrjuð á fyrir föstudag. Svo ég VERÐ að fara að hunskast á lappir FYRIR HÁDEGI!
Og Júgrabandið fer í Júgróvísjón. Það er allt í lagi. Mér fannst lagið reyndar eiginlega skemmtilegra áður en það var tekknóað upp fyrir lokakeppnina. Og kannski hefði verið gaman að sjá viðbrögð Evrópu við tröllunum í Mercedes Club. Eða gulu gúmmíhönskunum, sem hefðu reyndar líklegast núllað. En Friðrik Ómar er þeim einstöku hæfileikum gæddur að hann sjarmerar bæði konur yfir miðjum aldri og hefur svakaleg gay fylgi. Og þetta eru tveir áhrifamestu hóparnir í Júgróvísjónheiminum.
1 ummæli:
Hey! þetta er ekki svona stelpufjöldi hjá mér. Ég var að eignast ömmustrák þ.12 svo þú getur bætt honum á strákalistann hjá þeim sem þú þekkir;-)
Eygló D
Skrifa ummæli