28.2.08

Og það snjóar og snjóar...

Það er frekar næs að vera alltaf heima og inni. Samt er ótrúlega mikil vítamínsprauta að komast út fyrir hússins dyr í einar 40 mínútur. Rannsóknarskip kom heim í gati í stundartöflunni sinni og passaði Hraðbátinn á meðan ég skrapp í skólann og gerði grein fyrir verkefni mínu í Íslenskri Samtímaleiklist. (Sem verður fræðileg ritgerðarúttekt á leikfélaginu Hugleik, sögu þess og samhengi við leiklist í íslenskum samtíma og kenningar Eugenio Barba. Á að verða grein sem kannski verður hægt að birta einhvers staðar á 25 ára afmæli Hugleixins á næsta ári. Ég er ekki búin að segja Hugleiknum frá þessu...)

En ég semsagt skrapp út úr húsi og fékk duglegusprengju í framhaldinu. Tók hroðalega vel til, fann týndan reikning og borgaði hann, hringdi í Nemendaskrá, Lánasjóðinn og Brjóstagjafaráðgjöfina og gerði bara allt sem ég mögulega mundi eftir. Hraðbátur var svo vænn að sofa í góðan klukkutíma svo ég gat duglegað helling.

Enda eins gott að ég er með duglegukast. Fyrir 1. mars á ég nefnilega að vera búin að skrifa mig í gegnum eitt leikrit. Eins gott að það er aukadagur í febrúar í ár.

Svo mætti nú alveg fara að koma eitthvað sæmilegt veður. Eins og til dæmis hláka...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Húrra fyrir þér!
Og það hefur alveg fjórfalt gildi á hlaupársdaginn ;)
Hulda