13.3.08

Það er eins gott

að Hraðbáturinn fer bráðum að heita eitthvað. Hann stækkar svo hratt að það fer að verða verulega kjánalegt að kalla þennan fíleflda karlmann "Lilla". 
Ljósmóðirin telur líklegt að ég framleiði bara rjóma.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Eða að þú ert komin í samkeppni við kýrina Obbu sem mjólkaði mest í fyrra.

Þá áttu sennilega væntanlega frama sem sundfatamódel enda sýndist mér þú vera að hverfa þegar þú rakst á mig í Hringlunni.

Hann sonur minn var ævinlega viktaður þrisvar vegna óútskýranlegrar þyngdaraukningar en hann er í dag grindhoraður og hávaxinn.

Og börnin þín eru líka alveg sérstaklega lagleg. Til hamingju með það :)