Nú skulu allavega hendur standa frammúr. Smábátur fer norður í kvöld og er heppinn þar, þar sem helgin fer í gífurleg þrif á öllu og öllum. Og er ekki vanþörf á. Byrjaði áðan á langþráðu verkefni, eldhússkápunum. Skemmst frá því að segja að þegar útrunninni matvöru hafði verið komið fyrir kattarnef eru allir skápar hálftómir.
Svo er að hefja undirbúning fyrsta ferðalax fjölskyldunnar með nýja fjölskyldumeðliminn. Ég vona óskaplega mikið að hann sé týpan sem er dugleg að sofa í bíl.
Annars erum við Hraðbátur heldur úldin í dag. Nóttin fór í einhvern prumpugang.
2 ummæli:
Fyndið, ekki í fyrsta sinn sem við erum samtaka í heimilisstörfunum... tók mína skápa í gegn í gær... mikið er gaman þegar það er búið... geri mér stundum ferð inn í eldhús og skoða bara inn í skápana og dáist að skipulaginu...
Svo er það hinn eilífi vandi - á mar að raða eftir stafrófsröð, stærð, litum... ?
Það verður nú aldeilis gaman að fá fréttir af ferðalaginu og því sem gerist á áfangastað!!!
Við verðum svo að fara að skipuleggja hitting og sjá hvernig nýjustu fjölskyldumeðlimunum okkar kemur til með að semja þegar pabbarnir fara að glápa á boltann ;o)
Skrifa ummæli