Í morgun gerðist það, einu sinni enn, að ég komst eiginlega ekkert í ritgerðina mína fyrir þýðingaverkefnum. Þegar ég síðan fór að ritgerða, eftir hádegi, fékk ég eina hugmynd til að nota í eitt af leikritunum sem ég á einhversstaðar hálfklárað og hef ekki mátt vera að því að skrifa neitt í í mörg ár. Og sé ekki frammá heldur. Þá fékk ég hugmynd.
Mig langar að hætta þessum þýðingum. Þær eru hvortsemer negravinna. Þær éta líka allan tíma sem ég gæti huxanlega mögulega notað í að grufla í ópantaðri leikritun. En ég á eiginlega alveg tvö... nei þrjú... eða kannski fjögur hálfskrifuð leikrit sem mig langar svakalega að klára, áður en ég missi áhugann á þeim. Þetta væri nóbreiner... ef ekki væri fyrir peningahlið málanna. Þýðingarnar, þó negravinna séu, eru alltaf launuð vinna. Það verður nú leikritunin líklega seint, þá illa, og sennilegast ekki.
Á hinn bóginn erum við Rannsóknarskip mesta hæfileikafólk í fjármálum. Um daginn fréttum við til dæmis að í sumar þyrftum við að borga um hálfa milljón í utanhússviðgerðir og sameignina á húsinu okkar. Og við þurfum ekki að spekúlera í hvernig við ætlum að fara að því að borga það, heldur bara hvaða peninga við eigum að nota. (Úr þessum fjárhaugnum eða hinum.) Ekki slæmt, fyrir barnmarga fjölskyldu með tekjur undir fátækramörkum.
Þannig að. Ég er að huxa um að hætta að þýða, þann 29. maí, í bili, reyna kannski að skrifa í staðinn eitthvað annað, þegar ég má vera að. Get þá alltaf skriðið aftur í þýðingarnar með skottið á milli fótanna ef ég sé fram á að vera að hengja fjölskylduna á horreimina. Svo hef ég alveg heyrt að til sé fólk sem gerir bara eitthvað eitt, er ekki endilega með negravinnur á hliðarlínunni. Svo þetta hlýtur að vera hægt...
Þeir sem nenna mega gjarnan kóa og segja að þetta sé besta hugmynd í heimi...
2 ummæli:
Geðbiluð hugmynd! (Þú mátt leggja út að vild, en ég er að kóa í bestu merkingu.)
BerglindSteins
Hefði ekki geta fengið mikið betri hugmynd sjálf...samt uppfull af góðum hugmyndum :)
Skrifa ummæli