3.6.08

Forskalast...

Eitthvað hefur nú slegið um menn á ættarmótinu en nú eru allir forskalaðir, þvers og kruss. Hugga syss er víst með hor, Rannsóknarskip er eitthvað slappur og litli Hraðbátur fékk bullandi hita og átti voða bágt í nótt. En núna sefur hann eins og engill. Ég vona að þetta verði fljótt úr honum aftur. Verst að nú er bongóblíðan úti og ég er komin með mikla útþrá, en þori sennilega ekki með hann út í dag heldur.

Ég fann sem sagt þriðja valkostinn í stöðunni um hvað ég ætti að gera í gær, endaði með því að vera heima en gera samt alveg ótrúlega lítið. Allur þvottur fer reyndar að verða hreinn, en það er allt og sumt. Vonandi kemur mamma mín í heimsókn í dag og hjálpar mér.

Annars er ég að fara að níðast enn meira á henni heldur en von var á. Kirtlatökumaður heimilisins hringdi í Rannsóknarskip í gær og ætlar að skrapa úr honum hálskirtlana þann 19. júní. Það með höfum við endaskipti á öllusaman. Þeir Róbert fljúga norður á föstudaxkvöldið, en ég keyri austur. Og fæ að hafa mömmu með mér svo við getum skipst á að keyra og passa. Þegar Bandalaxskólinn verður búinn, þann 15., fer Rannsóknarskip bara í sveitina til mömmu sinnar og kannski smá séns að við skreppum til hans þar og verðum hjá honum til 18. Svona til að hann gleymi okkur ekki alveg. Svo þarf hann að fljúga suður og vera þar í allavega viku eða eitthvað eftir að kirtlarnir eru teknir því þetta er víst voðalegt mál, hann má ekkert gera og þarf að vera í nágrenni spítalans ef skyldi fara að blæða aftur. En gott verður nú þegar þetta verður afstaðið og heilsufarið lagast þá vonandi í framhaldinu.

En ég er búin að missa af þessu vori. Verkefnin hafa meira og minna farið fram fyrir framan tölvuna og nú þegar þeim er lokið er pestarvakt. Þá er bara að vona að ekki verði algjört norðaustan sumar fyrir austan í sumar... reyndar verð ég þar voða mikið í verkefnum... sem verða meira og minna framin í tölvunni sem er niðri í kjallara!

Engin ummæli: