16.7.08

Sumar?

Myndskreytti Papeyjarferðasöguna. Og í tilefni þess að ég var að dæla myndum inn í tölvuna eru hér nokkrar sem sýna sumarið eins og ég hef huxað mér að muna það. Annars hefur þetta nú verið meira svona "beðið eftir blíðunni" og svo hefur hún valdið vonbrigðum, þá sjaldan sem sunnanþeyrinn hefur látið finna til sín. Svo verð ég að fara að vinna. Allt í einu er ekkert að verða eftir af þessu sumri. Það hjálpar kannski líka til við þá skynvillu þetta ljómandi haustveður sem ætlar að ráða ríkjum fram yfir helgi, samkvæmt síðustu fréttum. Menn eru reyndar eitthvað að reyna að spá sunnanátt á sunnudag en ég er nú eiginlega að verða búin að missa trúna á hana. Tauta bara "húmbúkk" ofan í undirhökuna á mér og held áfram að þvo vetrarföt. Eins gott að ég tók margar myndir á góðviðrisdeginum eina.

Systkinin í sólinni, við "okkar" hús.

Freigátan með uppstillingu.

Yfirlýst Rannsóknarskip.

Engin ummæli: