20.8.08

"Rólegt"

Hraðbátur sefur. Ekkert heyrist nema hlátrasköllin í Smábát og Freigátu sem eru á kafi í jútúbinu.

Móðurskipið notaði tækifærið til að ná upp áður óþekktum hraða og afköstum í heimilisstörfin. Þvoði þvott, þurrkaði af, tók til, gekk frá þvotti, tók til, tók til, tók til.

Leit svo yfir verkið og það sér ekki högg á vatni.

Áttaði mig á því að þó ég haldi áfram frá því núna og allt til enda veraldar þá verða heimilisstörfin ALDREI BÚIN!

Er að missa lífsviljann.
Og það eru meira en 4 mánuðir af heimavinni eftir enn.
Sjitt.

5 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Úff já og jafnvel þó maður nái stundum verulegu höggi á vatni og nái bara að gera nokkuð fínt, þá er samt ótrúlega mikil vinna að halda því þannig. Svo er maður latur einn dag og þá er allt komið á hvolf aftur.

Elísabet Katrín sagði...

Það er gott að geta stólað á skítug gólf og allt í drasli eftir ormana...ef það vantaði þá sæti maður sennilega bara aleinn heima og það væri óskaplega leiðinlegt...jafnvel þótt íbúðin væri hrein ;)
Lifi draslið :)

Sigga Lára sagði...

Neibb. Émdi svo sannarlega ekki sitja auðum höndunum þó ég hefði efni á heimilishjálp. Þá myndi ég sinna verkefnum eins og ritstjórn, þýðingum og leikritun af talsvert meiri elju en nú gerist með heimilisstörfin.

Munurinn fælist aðallega í því hvað ég hefði miklu meira gaman af því

Siggadis sagði...

Sko, ég heyrði einu sinni að góðar húsmæður þyrftu aldrei að taka til - þeir hreinlega þurfa þess ekki. Hef reynt að fara eftir þessu - með ömurlegum árangri þó :-/

Sigga Lára sagði...

Ætli þær þurfi þá ekki að eiga börn sem eru líka góðar húsmæður. ;-)

Ekki það að Gyða geri ekki sitt besta... en einmitt, með misjöfnum árangri.