Smábáturinn hefur stækkað svo mikið og er orðinn svo fullorðinn að maður kann nú bara næstum ekki við að reka hann í rúmið á kvöldin lengur. (Bara næstum, samt.)
Afur er stefnt á að fara út úr húsi í dag. Það tóxt ekki í gær þar sem Freigátan var fúl og þurfti að leggja sig og gerði það svo rækilega að hún svaf í 3 tíma.
Hraðbátur er búinn að fá göngugrindina og þrumar um allt akandi á henni. Hann er líka duglegur að vera á gólfinu og velta sér um allt. Hann er ekki alveg búinn að ná skriðinu, en það styttist í það með hverjum deginum. Hann er farinn að sitja mjög vel, en þarf þó að vera undir eftirliti við það þar sem hann veltur stundum á trýnið.
Og svona koma nú litlu krakkarnir undan sumri. Sá stóri hefur enn ekki verið myndaður. Frá heimkomu. Stefni á að ná fagurri mynd af öllum þremur fljótlega.
1 ummæli:
Þetta eru nú meiri kjútí pæin.
Skrifa ummæli