9.9.08

Skeiðar Sinanna

Ekki ætla framtennur hraðbátsins að koma kvalalaust úr kafinu. Lítill svefn í nótt og Móðurskipið orðið að drepast úr sinaskeiðabólgu eftir barnaburð næturinnar og búin að vera handlama með ungana innandyra, hálfbrjálaða, í allan dag.

Og ég hef lengi ætlað að tjá mig um sinaskeiðabólgur. Ég hef alltaf átt við þann kvimleiða kvilla að stríða og fer það hraðversnandi með aldri og auknum barnaburði. En þetta er alltaf sagt að sé BARA sinaskeiðabólga, rétt eins og þetta sé bara eitthvað sem maður á að hrista af sér. En þetta er bara skíthundvont. Ég hef meira að segja verið únliðsbrotin og það var ekki nærri því jafnvont. (Sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég fór ekki til læknis fyrr en góðum 2 dögum seinna. Hvernig geta brotin bein verið minna vont en BARA sinaskeiðabólga?) Og svo fer þetta ekki nema maður geri ekkert. En hver hefur nú tök á því? Ekki hef ég nokkurn tíma á ævinni getað gert ekkert til að jafna mig á BARA sinaskeiðabólgu. Djöfulsdjöfull.

En nú er Rannsóknarskip kominn heim og farinn út með ormana svo það er best að fara að gera ekkert og sofa í leiðinni.

3 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Þú getur náttúrulega sturtað í þig smá bólgueyðandi lyfjum...eins og ibúfen, man ekki betur en að bóndi þinn hafi átt lager af þeim í sumar ;) leitaðu lyfjanna ;)hehe...en sammála að sinaskeiðabólga er hundvond.
Ps. mér fanst Fló á skinni ekkert fyndin, í besta falli ógurlega ýkt og yfirdrifin útgáfa af þeirri gömlu góðu sem við Freyvangar settum upp fyrir einum 8 árum eða svo ;) En ABBA rúllar ;)

Sigga Lára sagði...

Abba rúlar auðvitað. Einmitt þess vegna er mér hreint ekki sama hvernig er farið með tónlistina þeirra og ætlast til að uppúr Abba-tónlist séu skrifaðir GÓÐIR söngleikir. Ekki einhver undarlegur bútasaumur eins og Mama Mia.

Nafnlaus sagði...

Lemja fast á bólguna með stórri bók. Og hún skánar.
Vala.