Séu menn ósáttir við flokkinn er ástæða til að hætta á þingi og í pólitík.
Séu menn búnir að skíta upp á bak, setja þjóðina á hausinn og þurfa að hafa lífverði vegna þess að þjóðina langar líklega að drepa þá, þá er ekki ástæða til að hætta á þingi eða segja af sér embætti.
Sem sagt.
Byltinguna þarf að gera innan úr flokkunum.
Ókei.
Einar Rafn Haraldsson sýndi okkur leiðina um árið þegar hann gekk með virkjanasinnasamtökin Afl fyrir Austurland í Náttúruvernarsamtök Austurlands og var í meirihluta á aðalfundi.
Nú ættum við öll sem eitt að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og mæta á landsfund hans í janúar.
Og margt væri jú skemmtilegt að gera svo. Eins og að leggja flokkinn niður og úa á marga menn.
Í augnablikinu aðhyllist ég Dallas-aðferðina. Látum bara eins og það sé árið 1991 og kjósum Þorstein Pálsson í formannssætið.*
Eins og máltækið segir ekki: Af tvennu illu fylgir nokkur alvara.
*Ef grannt er skoðað má nefnilega rekja allt ólán Íslands aftur til þess fræga formannaslags í Sjálfstæðisflokknum þegar Davíð náði formannssætinu undan Þorsteini og flokkurinn lagðist á frjálshyggjuhliðina og hætti að vera "íhald". (Sem hann er síðan kannski aftur orðinn núna.)
Þar, m.a., byrjaði ballið.
2 ummæli:
Ég er með!
Enda, eftir klukkutímalanga framboðsræðu seðlabankastjóra í morgun hlýtur maður að velta fyrir sér hvort hann ætli aftur í slaginn í janúar...
Skrifa ummæli