23.12.08

Jólaveiki

Og jólaveikindagrísinn í ár virðist ætla að verða Hraðbáturinn. Hann vaknaði í nótt með bullandi hita, hroðalegan hávaða í lungunum og örugglega með í eyrunum líka. Gubbaði líka alveg fullt svo Rannsóknarskip mátti standa í túrbó-heimilisstörfum um miðja nótt. Eins gott að að var ekki búið að skúra. Sá stutti á tíma hjá barnalækni um hádegisbilið.

Erum búin að vera að hlusta á rokið og jólakveðjurnar. Og nú er stubbur farinn að leggja sig hjá pabba sínum og Móðurskipið siglir í Kringluna að kaupa skemmtilegustu jólagjafirnar handa nánasta flotanum. Stóru strákarnir fara svo í skötu hjá afanum og ömmunni í Grafarvoginum á meðan við Hraðbátur skemmtum okkur hjá lækninum.

Gleðilegan Þollák.

Engin ummæli: