Mig dreymir samt mest um að komast einhvern tíma til að taka til. Og jóla meira.
Fór annars um daginn í Skífuna. Í leit að DVD-inu af Jólaævintýri Prúðuleikaranna og jóladisknum með Mariu Carey sam mig hefur langað í í um 10 ár eða meira. Fann hvorugt. En gat huggað mig við hljómdiskinn úr Jólaævintýri Prúðuleikaranna og fékk mér jólaplötu með Barböru Streisand sem mamma átti og hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.
Er að verða ponkulítið stressuð yfir jólagjöfunum sem þurfa að sendast til annarra landa og landshluta. Þarf að fara að ákveða hvenær við utlum að kaupa þær. Og leggja svo á og mæla um að allir verði heilbrigðir þá. Það ætti að banna stranglega veikindi í desember.
Svo er bara rok. Lán í óláni að ég var ekki búin að dr****** til að sería svalirnar.
3 ummæli:
Það er nú kosturinn við streptókokkana (alla vega þessa í hálsinum), eins og maður getur orðið fárveikur af þeim þá læknar pensillínið mann ótrúlega fljótt. Vona að þið hressist öll hið snarasta og getið farið að gera eitthvað skemmtilegra en að vera veik í desember.
Já. Árni reyndist ekki haldinn neinum kokkum svo nú berast böndin að Gyðu. Hún er líka búin að vera með hor og ljótan hósta mjöööög lengi svo ég ætla með hana til barnalæknis á eftir. Vonandi fær hún einhvern kúr sem endist fram að jólafríi. Og mér sýnist Friðrik þurfa eitthvað líka, hann er alveg að drepast í eyrunum sínum og öllum sér.
Ástand.
öss, þetta er nú meira standið. Held mig fjarri Rárnargötunni þar til gengið styrkist.
Skrifa ummæli