Mér finnst þetta nú vera að gerast grunsamlega hratt, og bíð eiginlega bara eftir að þetta gangi alltsaman til baka, en við ætlum nú samt að skreppa upp á deild... til öryggis.
Tónskáldið er á leiðinni og ætlar að standa vaktina þar til afi og amma Smábátsins koma brunandi úr sumarbústaðnum, hvaðan við ræstum þau út, með látum.
(Auðvitað áttum við ekkert von á öðru en að ganga 2 vikur framyfir, eins og síðast.)
Mar er ekki einu sinni kominn á tíma!
Meira síðar. Vonandi bara miklu meira.
10 ummæli:
Spennó :) Gangi þér vel.
Til hamingju með piltinn!
Bíddu nú við??? er fæddur drengur??
Innilega til hamingju og vonandi gekk allt eins og í lygasögu!
Bestu kveðjur Lilja
Ohh, þið eruð svo öfunduð elskurna mínar! Til hamingju með litla snáðann - það hlýtur allt hafa gengið ógurlega vel fyrst þetta tók svona stuttan tíma. Ég vaknaði upp tvisvar í nótt með smá verki - en það hafa þá verið samúðarverkir með þér! Knús í kross!
Ja hérna, er kominn lítill prins á heimilið???;-) Til hamingju með það...ég sem hélt ég fengi stelpu í afmælisgjöf, haha...ég er ekki mjög getspá! Hlakka til að sjá myndir og fá fréttir af unga manninum. Risastórt knús og kram til ykkar allra með litla manninn!
Til hamingju með litla drenginn. Hlakka til að sjá myndir af honum. Gangi þér vel með hann.
Bestu kveðjur frá okkur í Hænuvík
Ég var búin að ímynda mér að þetta væri strákur en var ekki nógu örugg um getspárhæfileika itl að viðra það. Innilega til hamingju öll.
Til hamingju með litla prinsinn :) svo að Árni kann bar að búa til bæði kynin ;) voðalega ertu dugleg Sigga Lára að blogga bara svona á leiðina upp á fæðingadeild...þetta heitir að halda ró sinni :)Hafið það öll sem allra best :) risa knús frá okkur öllum hérna :)
Ég sá hjá Siggu Dís að Árason er kominn í heiminn. Til lukku með hann.
Til hamingju Sigga Lara og co. Guja
Skrifa ummæli