27.1.09

Gera ráðherrar ekki neitt?

Að vera þingmaður er fullt starf. Ekki satt? Eða það skyldi maður ætla af þingmannalaununum.

Er þá ekki eitthvað bogið við það að ofan á þingmennskuna geti menn líka verið ráðherra?
Sem er starf sem gefur hálfgerð ofurlaun?
Tala nú ekki um þegar menn ætla sér að vera tvö- eða þrefaldir ráðherrar?
Er sólarhringur Össurar Skarphéðinssonar eitthvað lengri en annarra?
Er ekki atvinnuleysi í þjóðfélaginu?
Erum við í alvöru að tala um að einn maður eigi að sinna fjórum þrælvellaunuðum störfum?
Er skortur á hæfu fólki til að sinna ráðherrastörfum innan Samfylkingarinna?
Eða þjóðfélagsins?

Eða gera þessir ráðherrar kannski bara svona pínulítið?
Af hverju fá þeir þá öll þessi laun?

?
???
Fyrst á annað borð er farið að spyrja spurninga er engin leið að hætta.

3 ummæli:

Varríus sagði...

"Er sólarhringur Össurar Skarphéðinssonar eitthvað lengri en annarra?"

Tjah, hefurðu ekki lesið bloggið hans?

Sigga Lára sagði...

Nei. Aldrei meikað niður í hálfa færslu. En ég ímynda mér að hann sitji á þingfundum eins og ég í skólanum. Þykist vera að taka voða mikla punkta og sé svo bara að blogga eins og vindurinn. ;-)

Nafnlaus sagði...

Ég verð að taka upp hanskann ... verður þetta ekki eiginleg starfsstjórn þar sem engar pólitískar línur verða lagðar? Bara slökktir eldar?

Svo hefur verið talað um að steypa atvinnuvegunum saman í eitt ráðuneyti þannig að vonandi markar þetta upphaf að raunverulegum breytingum í því efni.

Ég hef þörf fyrir að trúa á hið góða í einhverju þessi dægrin.