Jæjah. Þá er byltingin búin. Pöbullinn búinn að ná því fram sem hann vildi, þó stjórnmálamenn vilji, einhverra hluta vegna, ekki viðurkenna það. Stjórnleysi, stjórnarkreppa og allt í voðanum, eða hvað? Mér sýnast nú aðallega bara vera jólin úti.
Vér kommúnistar erum samt að sjálfsögðu annars sinnis. Nú fáum við velferðarsinnaða vinstristjórn. Loksins. Þá verður allt fallegt og gott, allir glaðir og góðir hver við annan og alltaf gott veður. Siðbót gerist hraðskrefa og þjóðin verður brátt nægjusöm, saklaus og glöð eins og nýfædd gimbur. Þannig er það bara.
Og þeir stuttbuxnadrengir í Sjálfstæðisflokknum sem ætla að fara að halda öðru fram eru bara afturhaldsíhaldstittir.
Fór á "fund" í gærkvöldi og held ég sé ennþá full. Ætla að vinna heima hjá mér í dag.
Afmæli yngri barnanna verða haldin hátíðleg um helgina. Einnig ætlum við Smábátur að bregða okkur á samlestur hjá Hugleiki. Og Móðurskipið þarf að reyna að hreyfa sig eitthvað. Allt of þægilegt að vinna í 50 skrefa fjarlægð frá heimili sínu. Ef það.
30.1.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vonandi var ógeðslega gaman á fuglinum.. fullinum...fuglinum... humm... *smá atvinnuöfund í gangi*
Skrifa ummæli