9.2.09

Þeir sem eru að bugast af samúð með Davíð Oddssyni

...þurfa greinilega smá upprifjun. Og smá lista yfir glæpina.

Látið ekki Sjálfstæðiskórinn rugla ykkur í ríminu.
Ekki í þetta sinn.

Meiri barning við Seðlabankann á morgun!
Mæli með því að daginn sem lögin verða samþykkt verði safnast saman við Seðlabankann og barið þar til uppsögn hefur formlega verið tilkynnt.
OG EKKERT KJAFTÆÐI UM AÐ MANNHELVÍTIÐ FÁI LAUN Í 7 ÁR!
Menn hafa verið reknir með skít og skömm fyrir minni sakir en að hafa sett þjóðfélagið á hausinn. Þó svo eigi að heita að hann hafi verið "einn af mörgum." Veit einhver til þess að Davíð Oddsson hafi leyft samstarfsfólki sínu að ráða einhverju sem hann hefur viljað ráða?

Spurning um að taka mistökum sínum af meiri reisn en að grenja um einelti og ofsóknir, maðurinn sem hefur verið öllum öðrum í íslenskum stjórnmálum atorkusamari í einmitt því að ryðja mönnum úr störfum og embættum, hægri og vinstri, ef þeir voga sér að taka ekki þátt í að taka undir hans sjónarmið, sem öll miða að því að hlaða undir hans eigið rassgat.

Auðvitað er maðurinn ekkert í lagi. Því minni ástæða til að hafa hann í framlínunni þegar bjarga á efnahag lands og þjóðar. Sjálfstæðisfávitinn í Kastljósinu vildi meina að reynsla Davíðs fælist í "farsælli stjórnun efnahagsmála" í stjórnartíð hans sem forsætisráðherra. Ég veit ekki betur en skuldasúpan sé bein afleiðing einmitt þeirrar frjálshyggjufávitastefnu sem þar hófst.

Já, og best að taka það fram. Ég er ekki haldin Blindu Hatri heldur Afar Upplýstri Óbeit.
Og þetta heitir ekki Einelti heldur Karma.

Engin ummæli: