stendur undir nafni í dag. Orð og orðasambönd sem ég hef nýlega lært:
Skortur á lausafé/lausafjárþurrð: Að vera búinn að eyða öllum peningunum sínum, og meiru ti, í gagnslítið drasl.
Ég veit ekki um aðra landsmenn, en ég er eiginlega ennþá að jafna mig á þeim fréttum að bankarnir hafi þurft á lánum að halda til að borga af öðrum lánum. Þegar einstaklingur tekur lán til að borga af öðru láni er hann á bullandi neyslufylleríi og líklegast með allt niður um sig. Að þríbankinn íslenski skuli hafa verið orðinn hreinlega vanur svoleiðis fáránleika er ennþá eitt af því sem mér finnst mest sjokkerandi við bankahrunið. Ekki að aumingja greyis bankarnir hafi ekki fengið lán, heldur að þeir hafi þurft lán. Og mér er bara alveg skítsama hvað menn segja um "kaupin á eyrinni" og hvernig þau gerast og að lánsfé hafi verið "ódýrt". Lánsfé er aldrei ókeypis og öll lán þurfa allir að borga. Líka bankar. Og það að bankinn hafi þurft að fá lánaða einhverja milljarða, oft á ári, til að borga af láni er auðvitað ekkert minna en fáránlegt.
Ofurlaun: Mesti fávitaháttur sögunnar
Ákvarðanir sem teknar voru um að greiða ákveðnum mönnum svokölluð ofurlaun var víst að erlendri fyrirmynd. Aðaleigendur og stjórnendur bankanna urðu að vera "samkeppnishæfir" við erlenda menn í sambærilegum störfum í flottræfilshætti. Og nú sjá menn umvörpum að sér í þjóðfélögum sem eru ekki nærri því eins mikið á hausnum og við.
Persónlulega myndi ég nú treysta manni betur fyrir peningunum mínum sem kann að gera mikið úr litlu en þeim sem gerir mikið að engu.
Lýðræði: Það sem stjórnvöld haga sér eins og meirihluti þjóðarinnar vill.
Þannig er það bara. Hvort sem Sjálfstæðismönnum líkar betur eða ver.
Og hvort sem þjóðinni líkar betur eða ver. Ofurfrjálshyggjan hefur verið við völd vegna þess að nokkuð vænn skammtur þjóðarinnar hefur kosið hana.
Sá flokkur fær mitt atkvæði sem gerir það að sínu eina og stærsta stefnumáli að sjá til þess að Sjálfstæðismenn komi ekki nálægt kjötkötlunum í laaaaangan tíma.
Annars verður það bara flóttamennska í Manitoba.
11.2.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli