19.4.09

Forréttindi

Í dag sat ég málþing. Frummælendur voru þrír. Kaffið var gott. Umræður frjóar.
Ég var í essinu mínu.

Þvínæst var leikið svolítið. Stuttum leikritum skal sýna sömu virðingu og stuttu fólki. Svo voru þau líka skemmtileg.
Árni Hjartarson sagði að Davíð myndi redda þessu.

Svo var étinn plokkfiskur og hlýtt á ljúfa Hrauntóna yfir súkkulaðiköku.

Því næst stigu á svið nokkrir menn.
Tveir þeirra hafa leikstýrt leikritum eftir mig.
Tveimur þeirra hef ég skrifað leikrit með.
Einn þeirra er bróðir annars þeirra.
Þrír þeirra hafa leikið kærastana mína, í leikritum Hugleixkum eða lífsins.
Einn þeirra á barn með systur eins þeirra.
Einum þeirra er ég krónískur varamaður hjá.
Einum þeirra er ég aðstoðarleikstjóri hjá, núna.
Einn þeirra hringi ég alltaf í og býð hlutverk þegar mig vantar leikara. (Hann segir alltaf nei.)
Einn þeirra er í gamla starfinu mínu.
Þeir eru níu.
Þeir eru, samanlagt og í sitthverju lagi, fyndnustu Hálfvitar sem ég veit um.

Komi kreppur
Komi þunglyndi
Fari efnahagurinn til fjandans og tilbaka.
Það ferst ef það ferst (og kannski er það best).

Bjargið hinum fyrst,
ég verð bara í Hugleiknum.

Engin ummæli: