24.4.09

Ha? Kosningar?

Eins gríðarlega afdrifaríkar og þessar kosningar verða get ég bara ekki neitt fest hugann við þær. Bara vonandi að ég muni að kjósa. Ritgerðarskil gnæfa yfir öllu eins og risastórt óveðursský og til að bæta gráu ofan á svart er nemendamálþing um lokaritgerðir í dag. Viku fyrir lokaskil. Á því ætlar enginn að taka nema ég og örfáar hræður sem ég meira og minna þekki, og ætli við verðum ekki ferlega ein á staðnum, bara?
Ég ætla að vera síðust og er ekki farin að ákveða hvað ég ætla að segja. Sennilega reyni ég bara að vera fyndin.
Best að gá hvort open office inniheldur powerpoint.

Engin ummæli: