Lokakvöldið var með súrrealískara móti. Eftir að setið hafði verið yfir dýrindis purusteik og samsöng á öllum norðurlandamálunum brast allt í einu á með hinum undarlegasta samkvæmisleik. Hver maður fékk tvær appelsínur og leikurinn fól í sér að þeim skyldi kastað upp í loftið og gripnar aftur... og eitthvað svona á færeysku. En eftir að nokkur rauðvínsglös voru umfallin og allt var á leið í rústir fór yngri kynslóðin út með appelsínurnar og þar voru gerð nokkur fyndin atriði. Síðan brast á keppni hvað appelsínum var þrusað af fullum krafti í minnismerkin fyrir utan húsið... skólastýran kom út og fórnaði höndum, sökudólgar týndu upp appelsínur og Jáararnir grenjuðu af hlátri.
Síðan tók við einhver lausbeisluð kvöldvaka sem átti að fara fram í einni skólastofu. Við vorum fá komin þangað, til að byrja með, og appelsínufíflin hófust handa við keppni í að teikna typpi á töfluna. Var hún orðin hið mesta meistaraverk.
Svo var sungið og spelað og meðal annars spilaður mikill söng- samkvæmisleikur sem mér skilst að sé upprunninn úr "Who's line is it, anyway." Fantaskemmtilegt.
Frásögn frá lokadagsvinnunni í dag verður að bíða aðeins betri tíma þar sem við erum víst á leiðinni í veislu til sendiherrans hérna. Svo heim í fyrramálið.
24.5.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Yfir í allt annað. Var á fínum aðalfundi Hugleix, mjög efnisríkum og málefnalegum. Þín var sárt saknað. Ekki láta þetta gerast oftar ...
Sorrí, bara varð að leyfa Árna að fara í golf.
Jamm, ég sá það á flettismettinu þínu. Hann hefur líklega átt það skilið.
Skrifa ummæli