Jæjah. Þá eru lokaverkefnin í húsi. Ég fékk dramatíska senu eftir hann Eyfinn til að leikstýra, tvo vel reynda leikara á sextugsaldri, lítinn feiminn senógraf og Teldustovupallinn (stofuna sem ég er búin að vera í allan tímann) til að leikstýra í. Trú ég að Jáarinn geti ekki farið öðruvísi en vel út úr þessu. Fjórir tímar í æfingatíma á morgun og svo leiklistarhátíð klukkan 2. Fimm verk eru á prógramminu. Stuttligt verður það nú.
Nú eru menn bara að búa sig í veisluna (með mati og dansi) og ég er að drepa tímann með smá beilísi. En þetta fer að klárast.
(Og þá er nú gaman að hafa nóg að hlakka til. Hitta fjölskylduna og svona... og svo eru þrjár vikur í næsta svarfdælska skólann, hvar verður skólað í 9 daga! Jibbíííí!)
23.5.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli