- Icesave: Vottever. Reynum að ná þessum peningum aftur af þeim sem hirtu þá. Einhvernveginn. Helst með vöxtum. Annars er meira mál að hrægammarnir eru farnir að koma og reyna að laumast bakdyramegin inn í veitufyrirtækin okkar. Nú er mikilvægt að senda þá heim með öngulinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í rassinum, eigum við að eiga okkur einhverja viðreisnarvon. Og reyna að fá Norðurlöndin til að lána okkur einhverja smá peninga, án þess að AGS komi það nokkuð við.
- Alþingismaður fullur í pontu, í boði banka. Bara eins og maður hafi skroppið ár aftur í tímann...
Yngri börnin héldu annars upp á laugardaginn með því að vakna klukkan hálfsjö. Foreldrar geta sjálfum sér um kennt að hafa drifið þau í svefninn fyrir Popppunkt. Sjónvarpið má hafa ýmislegt á samviskunni.
29.8.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli