25.8.09

Á morgun!

Í dag bárust mikil tíðindi. Undirrituð fékk í dag afnotarétt af þartilgerðu skrifstofu, einum skáp og nokkrum hillum, í Gimli. (Sem er nýleg, 2007-útlítandi bygging á háskólasvæðinu.) Nánar tiltekið á þriðju hæð, hvar doktorsnemar rannsaka og rannsaka.

Ég fór úteftir í dag, festi mér borð við hliðina á Öddu Steinu, algjörlega að henni forspurðri, og hyxt hefja rannsóknarstörf þegar á morgun. Svo fór ég með tölvuna í sérstaka prentaraaðlögun og beit síðan höfuðið af skömminni og fór inn í eina húsið á háskólasvæðinu sem ég hef ævinlega gengið framhjá. Íþróttahúsið.

Þar verslaði ég mér árskort á krónur 7.000. Hef þar með ótakmarkaðan aðgang að líkamsræktarstöð, jógatímum tvisvar í viku og allskonar. Og ekki síst, sturtum þegar ég er búin að hlaupa í hádeginu! Hreinræktuð snilld, og ég ætla að þjófstarta og hafa fyrsta daginn í doktorsnáminu á MORGUN!

Í öðrum fréttum, frúin er búin að vera hálfsloj síðan á sunnudag. Þar sem stefndi í veiki 2 á 3 vikum ákvað ég að taka ónæmiskerfið í gjörgæslu og tek nú, ásamt öllum Herbalifepakkanum, Omega3-7-9-13, hvítlaukspillur og eitthvað eitt enn, ecth... eitthvað, þrisvar á dag (í samræmi við leiðbeiningar) meðan birgðir endast. Nú skal ónæmiskerfið bústað fyrir heilsusamlega veturinn. Af þessum sökum hefur ekki verið hlaupið eina græna baun síðan á menningardag. Vonandi verður heilsuleysi orðið endanlega afstýrt fyrir næstu helgi.

Engin ummæli: