24.8.09

Zeitgeist: Addendum – Efnahagslífið er ekki eina lífið... frh.

Mikið hroðalega var gaman að hlaupa á laugardaginn. Og íbúar Lynghagans eiga risahrós skilið fyrir þessa frábæru byltingarstemmingu. Þar glumdi við glaðlegt pottaglamur, sem reyndar gerði það að verkum að maður færðist allur í aukana og hljóp hratt framhjá. Sem var synd. Hefði helst viljað stoppa, bara. Ég er búin að athuga hvað er á sölu í Lynghaganum. Tvær íbúðir. Önnur er nokkrum fersentímetrum og lítil og hin er einum 30 milljónum of dýr. Jæjajæja.

For something completely different.
Horfði á myndina Zeitgeist: Addendum í gærkvöldi. Þurfti talsvert átak til þar sem hún var reglulega seint á dagskrá. (Sem er ákveðin vísbending um að nokkuð sé til í samsæriskenningunum í henni. ;) En ekki þurfa menn að láta það á sig fá. Það er hægt að horfa á hana, í heild sinni, ókeypis, á netinu, hér. Reyndar ekki með íslenskum texta.

Andri Snær segir í Draumalandinu að það fái alltaf slatti af fólki sömu hugmyndina í einu. Það var gríðarlega skemmtilegt að sjá að á meðan ég er búin að vera að reyna að synda, ja svona allavega út á hlið við strauminn, í heimspekilegum and-auðhyggjupælingum, eru heilmargir úti í heimi búnir að gera grundigar rannsóknarpælingar á því hvernig og hvers vegna peningakerfið eins og það leggur sig gengur ekki upp. Það grundvallarsamfélag sem þeir sjá fyrir sér í staðinn er líklega full útópískt fyrir flesta en þarna eru svakalega áhugaverðar pælingar. Sem maður þarf heilmikið að spekúlera í til að ná utanum. Ég ætla að horfa aftur á þessa mynd. Og hina myndina, Zeitgeist, the Movie Almennilega vakandi. Sennilega best að taka hana í köflum og taka glósur.

Allavega, ef menn hafa áhuga á að kynna sér þessar hugmyndir held ég að sé best að byrja á að horfa á myndina, og líklega sniðugt að horfa líka á hina myndina, segi ég að óséðu, og svo er hægt að skoða Zeitgeist samtökin og jafnvel Venusarverkefnið ef mönnum svo líst. Svo eru samtökin vitaskuld á Facebook.

Ég er öll rólegri í dag. Kippi mér minna upp við kreppufréttir en venjulega. Hannesi Hólmsteini tókst ekki einu sinni að koma mér í vont skap með frjálshyggjublaðri dagsins. Það er komin risastór hreyfing í málið með risastórar hugmyndir og nokkuð skynsamlega nálgun og framsetningu á þeim, bara.
Líklega klárar peningakerfið nú ekkert að ganga sér til húðar í mínu lífi. Og sennilega kálum við plánetunni og sjálfum okkur áður en almennt verður farið að hugsa um skynsamlegri nýtingu plánetunnar, endurnýtanlega orku og svo framvegis. En mér líður eitthvað svo vel að vita af þessum hugmyndum þarna úti.

Étla þá bara að fara að æf mig gítar og hugsa um doktorsverkefnið mitt. Lallallaaaa...

Kannski þróumst við í gáfulegri áttir og náum okkur út úr úrsérgengna peningakerfinu.
Einhverntíma.
Lallallaaaah!

2 ummæli:

Ásta sagði...

Þessar Zeitgeist pælingar minna mig á vísindaskáldsögun British Summertime eftir Paul Cornell - þar sem niðurstaðan er sú að peningar ERU undirrót alls ills.

Berglind sagði...

Já, Lynghaginn, ætlaði einmitt að muna eftir að hrósa íbúum götunnar. Hef alveg steingleymt því, gott að þú stendur þig betur en ég. Lynghaginn rokkaði og poppaði, fjútfjú.