26.8.09

Magmaðurinn í Kastljósinu...

... ætlaði að slá um sig með stóryrðum um riiiiisafyrirtæki, ofurfjárfesta og kallaði sjálfan sig "player". Ef ætlunin var að vinna hylli almennings held ég að hann átti sig ekki alveg á því hvar hann er...

Reynslan hér af spilagosum, risafyrirtækjum og ofurfjárfestum er ekki beinlínis traustvekjandi þessa dagana. (Fyrir utan að þetta er Útlendingur. Aldrei gott, á Íslandi. Nema kannski sé maðurinn Færeyingur.)

Ég ætla næst að gúggla silfurnámufyrirtækjunum hans. Og tékka á ástandi almennings í þeim löndum sem þær eru starfræktar. Og er til í að éta hattinn minn uppá að það er ekki beisið.

Framhald á eftir.
---
Júpp:
Pan American has eight operating mines in Mexico, Peru and Bolivia.

Allt lönd með lélegt velferðarkerfi, lágt menntunarstig og mikla almenna fátækt. Viljum við slást í hópinn með þessum löndum.

Ég held að hann Ross Beaty sé ekki alveg að átta sig á því að í þessu landi býr þjóð sem bæði kann að gúggla og leggja saman tvo og tvo. Jafnvel þrjá, meiraðsegja. Farðu heim, hrægammur, og taktu Alþjóðagjaldeyrishyskið með þér!

Við erum að hamast við að verða ekki Kúba norðursins. Við viljum heldur ekki verða Bólivía norðursins, Perú norðursins, né nokkuð annað Suður-Ameríkuríki sem Bandaríkjamenn hafa verið að dunda sér við að taka í rassgatið undanfarin ár og áratugi.
So, there.

---

Verð að bæta aðeins við um silfurkompaníið. Þetta er af forsíðu þess (feitletranir mínar):

Pan American Silver Corp. was founded in 1994 with the mission to be the world's largest and lowest cost primary silver mining company and to achieve this by increasing its low cost silver production and silver reserves. Pan American has eight operating mines in Mexico, Peru and Bolivia.

Hljómar eins og eigandinn sé umhverfisverndarsinninn sem hann reyndi að halda fram í Kastljósinu? Ekki beint.

---

Meira af ferli Magma.

1 ummæli: