Og þar sem það er jafnan minn úldnasti mánuður ætla ég að birta hér á hverjum degi þess mánaðar eitt heilræði til að lifa hann af. Tökum forskot á sæluna.
Til að lifa október af. Dagur 0.
Ef Hólavallakirkjugarður við Suðurgötu verður á vegi þínum, gakktu um hann. Þar er til dæmis hægt að fíla haustlitina betur en víðast hvar og heilsa uppá Benedikt Gröndal. (Hann er í neðstu röð, tiltölulega sunnarlega. Eiginlega hægt að heilsa honum af Suðurgötunni, líka.)
Til að lífga uppá stemminguna er síðan hægt að finna sér laufhrúgu á einhverjum göngustígnum og hlaupa í gegnum hana í slómó. Jafnvel nokkrum sinnum og syngja tónlist úr söngleikjum á meðan. Ekki er verra að sjáist til þín. Þá ertu í leiðinni búin/n að kæta fleiri.
30.9.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli