3.10.09

Að lifa október af. Dagur 3.

Í Mogganum í dag ku vera ógurlega nýjar upplýsingar um að ævintýrasjóðir gömlu bankanna hafi verið of hátt metnir. (Eins og einhvern hafi ekki grunað það.) Á forsíðunni á Fréttablaðinu er sagt frá einhverju sem kallað er "sýruárás" á Rannveigu Rist, þegar hún varð fyrir málningarslettu sem beindist að húsi hennar. Rataði ekki eftirminnilega í fjölmiðla þegar hún átti sér stað, í ágúst.

Mogga/Fréttablaðsstríðið er hafið og gerir þennan dag vafalaust betri að lesa hvorugt. Ótrúlegt að maður skuli lifa það að DV sé orðið áreiðanlegasta dagblaðið, en þannig er það nú.

Persónulega ætla ég að meika þennan októberdag með því að hlaupa óvenjulangt í sólinni.
10 km, coming up!

Engin ummæli: