1.10.09

Að lifa október af. Dagur 1.

Hrunadans.
Lestu alla fréttavefi, sérstaklega Eyjuna ef þú ert hægrisinni og amx ef þú ert til vinstri. Kommentaðu á allt og rífðu rækilega kjaft við alla sem þú ert ósammála, undir eigin nafni. Skrifaðu síðan nokkur illa stafsett og hálfvitaleg skítakomment sem eru ósammála þér undir dulnefnum svo þú komir enn betur út.
Farðu á kaffistofuna í kaffinu og tjáðu þig hátt og snjallt um pólitík og vertu með öfgar í skoðunum. (Hvort sem þú ert það í alvörunni eða ekki.) Komdu helst af stað slagsmálum og málaferlum.

Byrjaðu mánuðinn á smá adrenalíni.
Endurlífgum upprunalega merkingu orðsins "útrás".

3 ummæli:

Magnús sagði...

Öfgar eru kvenkynsorð.

Nafnlaus sagði...

döö auts bíttirin kvedni maður sgrifa urtu hálvidadna afram manseste júnædid

dúddi.

Sigga Lára sagði...

Mikil ósköp, Magnús!

dúddi: Ég skilðig...