29.9.09

Úldn að hausti

Las Dr. Gunna í morgun. Hann er úldinn eins og ég. Þessa dagana berst ég við syfju og nammilöngun á víxl og kem fáu í verk. Er í beinu framhaldi að hugsa um að gera október að átaksmánuði, hlaupa helst 6 daga í viku og missa 5 kíló. Snúa vörn í sókn, þar sem tilhneigingin er að hreyfa mig ekkert og bæta á mig aftur þessum 5 sem voru farin.

Ég skil ekki hvað þetta er með október. Frá því um þetta leyti á haustin og fram yfir miðjan nóvember, ca., hef ég tilhneygingu til að leggjast í hýði. Og aftur á vorin. Seinniparturinn í apríl og allur maí eru framdir í einhverju móki. og ofáti.

Þetta sökkar ferlega, sérstaklega þar sem þetta eru alveg æðislegir árstímar. Haust og vor. Litirnir úti núna eru algjör æði og í gær var svo gott veður að ég var úti að þvælast með litlu krakkana fram að kvöldmat. (Enda voru menn ekki lengi að sofna.)

En, ég veit allavega af þessu mynstri. Nú er þetta greinilega að byrja að gerast, þrátt fyrir Hörbalæfið og brjáluðu lífstílsbyltinguna með líkamsrækt og látum, svo þá er bara að setja sér markmið og gera allt mögulegt til að vinna gegn þessu. Í dag ætla ég til dæmis að hlaupa, fara í jóga, labba heim og fundarita svo seinnihluta aðalfunds hjá Honum Hugleik.
(Sem er eins og allir vita hreinasta afbragðs þunglyndislyf.)
(Allavega á þriðjudögum.)
(Því þá er ekkert í sjónvarpinu.)

5 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Þriðjudagskvöld eru nefnilega allt í einu orðin fínustu sjónvarpskvöld, eins og þau voru ótrúlega mygluð. Í kvöld er til dæmis hönnunarkeppni vélaverkfræðinema. Og svo er danska heimildarmyndin "De slankes arbejdsplads" sem á einmitt bara einkar vel við í þessum vangaveltum ;-) En já, það er þetta með skrattans októberhrukkurnar, merkilegt alveg.

berglist sagði...

Og ég er í þessu stuðinu: Bananahýði? Kartöfluhýði? Eða kannski bjarnarhíði? - Ókei, ókei, mössuð tilhneiging hjá mér. Sorrí. - Fylgstu vel með í tímanum á morgun fyrir mig og bloggaðu um gestafyrirlesturinn af kappi. Plís, annars þarf ég að hlusta á fyrirlesturinn á netinu.

berglist sagði...

Já, neinei, viltu fylgjast vel með á fimmtudaginn, það er ekki meira en þriðjudagur í dag.

Sigga Lára sagði...

Berglind St. við erum saman í hópverkefni. Líklegt að það verði sæmilega prófarkalesið? ;)

BerglindSteins sagði...

Það er þá eitthvað til að hlakka til í þessum skítaoktóber (eða skítanóvember ef þarf).