30.10.09

Að lifa október af. 30. dagur.

Ég veit ekki hvort að er annríkið, hörbað, hlaupin eða hreinlega að taka einn dag í einu og blogga á hverjum degi um ástandið, en þessi október hefur verið hreint ljómandi. Það hefur allur fjandinn komið uppá, orðið sprenging í þýðingavinnu og tímaleysi í ýmislegt mikilvægara setið á hakanum. Heimilið er til dæmis búið að vera frekar mikið eins og eftir gereyðingarárás. Fjármálin eins og þau eru þegar maður sér fyrir fimm manna fjölskyldu á einum kennaralaunum og allt bara ferlega stressað.

En mér hefur samt gengið hreint ljómandi að halda geðinu.

Nú er komin helgi og það eina sem er á planinu er að taka einhverjar myndir af börnunum og hlaupa einu sinni reglulega langt og einu sinni minna langt.

Já, og svo gerist ég sölumaður (dauðans) frá og með sunnudegi. Ef einhvern langar í Herbalife.

Á morgun er síðasti dagurinn í október. Þá ætla ég kannski að nenna að skrifa um Nígeríusvindlið og svona.

Engin ummæli: