Þrátt fyrir annríki hef ég upplifað eftirfarandi á undanförnum dögum.
- Kúlsta plott twist EVER í sjónvarpsþætti. Mæli með Dollhouse, nýjustu framleiðslu Joss Whedon, sem eins og allir vita er Guð.
- Stig Larson er ekkert að djóka. Saga eftir hann endar ekkert með kaffi og kruðum eftir að allt ofbeldið er búið. Stúlkan sem lék sér að eldinum er spennandi fram á síðasta orð.
- Svo fór ég á Nígeríusvindlið. Þið vitið hvernig þetta er þegar maður er að horfa á allskonar tilraunaflipp sem maður veit ekki hvert ætlar og svo stendur allt í einu Páll Rósinkranz á sviðinu og syngur Think of Angels? Ekki? Þá hafið misst af þessu.
Er annars alveg að fara að fara að sofa. Eða svona... að fara að fara að fara.
29.10.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli