27.10.09

Að lifa október af. 27. dagur.

Skilja mátti á fésbókarfærslu Svandísar minnar í gær að nú væri hún farin á fæðingardeildina. Síðan hefur ekkert frést. Ég hefi trú á að nú sé enn ein æsispennandi útvíkkunarsagan í fæðingu. Bókstaflega.
---
Neibb, þetta reyndist bara gabb hjá þeirri (enn) ófæddu. Þar með þekki ég nú þrjár konur sem eru að hamast við að ganga frammyfir og hef ekki við að vorkenna þeim.
---
Mikið hroðalega svindlaði maður nú annars á megruninni um helgina. Tók herbalæfið ekki með norður, hljóp ekkert að neinu ráði og hagaði sér almennt óskynsamlega. Enda finnst mér ég vera hundrðogáttatíu kíló og er finn fyrir gríðarlegri löngun út að hlaupa svona 10 kílómetra. Ekki tími til þess í dag, en seinnipartinn er þó einhver tæplega klukkutíma smuga sem mun brúkast úr í ystu æsar.

Svo langar mig hrikalega að sjá Nígeríusvindlið og nýju Mikael Moore myndina. Verð að búa til tíma fyrir það.

Og október er bara að verða búinn!
Sijitt hvað ég þarf að skrifa margar ritgerðir í nóvember.

Engin ummæli: