Ég mæli með því að læra að spila allavega eitt nýtt lag sem manni finnst skemmtilegt, á eitthvað hljóðfæri. Eða læra textann af því svo maður geti raulað það fyrir sjálfan sig undir stýri.
Í gítartíma í dag lærði ég til dæmis að spila "All of me" sem er afar skemmtilegur stríðsáradjass sem kennarinn var að nota til að láta okkur læra einhver rythmatrix. Og hljómatrix. Ég er hamingjusöm í sálinni en verulega illt í báðum höndunum og fer að huxa mér til gítars með mjórri háls.
Tímir einhver að lána mér "týpískan" stálstrengjagítar með mjóum hálsi?
15.10.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég á stálstrengjagítar sem þú mátt alveg fá lánaðan, en hvort hann er "týbískur" eða hvað flokkast undir mjóan háls hef ég ekki hugmynd um... Hann er reyndar nokkuð rykfallinn en það lagast vafalaust fljótt...
Skrifa ummæli