30.11.09

Bankaskipti og langþráður svefn

Hið ótrúlega er að gerast. Hraðbátur, sem ekki hefur sofið nema svona hálftíma í senn í viku eða meira, svaf 4 tíma í dag. Var þó greinilega illa sofinn eftir og sofnaði við fyrsta svæf og hefur sofið eins og steinn í allt kvöld. Ég veit bara hreinlega ekki hvað ég á að gera við hendurnar á mér þegar ég þarf ekki að halda á honum og er því búin að eyða kvöldinu étandi. Ekki gott. En ofursterku sýklalyfin eru greinilega að virka á drenginn og ég trúi því varla að ég sé að fara að sofa kannski bara nánast sleitulaust í alla nótt.

Svo er ég að fylla út umsókn um allskonar þjónustu hjá nýja bankanum mínum, Sparisjóði Svarfdæla. Útibú á Dalvík og í Hrísey. Engar horfur á útrás. Alveg örugglega engar afskriftir til glæpamanna. Ég mun sofa enn betur þegar bankaviðskipti mín eru komin á betri stað. Ég ætla alltaf að klappa bankanum mínum þegar ég kem til Dalvíkur. Sem hefur átt til að vera svona einu sinni á ári. Kannski maður geri sér ferð til Hríseyjar.

Og, svo maður minnist nú á það, hvaða leynisamningur sem vér sauðsvartur má ekki vita um er á bak við Icesave-samkomulagið? Og það skuggalegasta af öllu, af hverju kjaftar stjórnarandstaðan ekki frá því? Og ef þetta eru upplýsingar sem koma hrunamönnum illa, af hverju kjaftar Steingrímur ekki frá því? Og ég meika ekki öll þessi leyndó elítunnar.

Sennilega endar með því að við verðum að gera almennilega byltingu og höggva hausana af þessum sækópötum öllumsaman.

2 ummæli:

BerglindS sagði...

Ég er með kenningu - en ég má því miður ekki segja frá ... Leyndó, sko.

Árný sagði...

Eitthvað duló sem kemur bæði Steingrími og andstöðunni til að halda k=)(/&!!!!! Ekkert smá leyndó þar! :)