1.11.09

Messa allra heilagra

Skemmst frá að segja að eitt gerðist ekki um þessa arfaindælu helgi. Ég tók enga mynd af börnunum. Ekki eina einustu. Þrátt fyrir geðbilað fagurt veður í dag og fagurt til myndatakna. En ég ætla að gera það... alveg bráðum. Það þarf eiginlega að fara að hugsa fyrir jólakortunum.

Annað í fréttum, fékk krasskors í sölumennsku hjá Hörbanum í dag. Þarf bara að lesa einhver ósköp og gera dáldið... og þá fæ ég afslátt af öllu stöffinu sem ég borða. (Og má reyndar líka selja, ef einhvern langar að prófa.) En á eftir að auglýsa það nánar seinna, þegar ég veit eitthvað.

Og svo var ég á fínni einþáttungasýningu hjá Hugleik. Það mátti sjá 6 snilldarlega skrifaða og leikna einleiki, afrakstur námskeiðs hjá Agnari Jóni Egilssyni. Allir voru flottir og stóðu sig með stakri prýði, engum blöðum um það að fletta.

Mér fannst svolítið fyndið, í ljósi kreppunnar, að allir sögðu þeir frá erfiðum tímum og einmanalegum lífum. En kannski er einmanaleiki í eðli einleiksins? Sumir voru alveg meinfyndnir, aðrir ógurlega tragísk drömu og svo allt þar á milli og í bland. En eitthvað þema með að yfirstíga... eða ekki... erfiðleika, fann ég svolítið.

Þetta gerist aftur á morgun. Hugleikhúsinu klukkan 20.00, að staðartíma. Og kaffi og kökur og svona.

Engin ummæli: