1.12.09

1. des.

Fyrir ári síðan var líka skítakuldi.

Við Hraðbátur létum okkur samt hafa það að mæta uppá Arnarhól á þjóðfund. Þar stóð ég lengi dags með barnungann í vagninum og tárin í augunum af hamingju yfir að heyra menn tala svo heitt hjartanlega af öðrum hvötum en eiginhagsmunapoti og græðgi. Þetta var mikil breyting frá þjóðfélagi síðustu ára.

Í dag hefur einn banki verið endureinkavinavæddur. Sami banki vill ekki láta mig hafa milljónina sem ég á hjá honum og þarf að nota hluta af og hef engan áhuga á að geyma restina hjá hulduher útrásarvíkinga með "kröfur" og Tortólapeninga. Ég er semsagt aftur alveg að fara að grenja í dag. Fyrst stjórnvöld geta þvegið hendur sínar af þessum banka vil ég geta gert það líka.

Alþingi er í gíslingu auðvaldspúka og fávita.

Einu sinni var Ísland fullvalda. Nú eru Íslendingar landlaus þjóð.

Amma mín á nú samt afmæli. Og Mæja.
Til hamingju.

2 ummæli:

BerglindS sagði...

Mín fyrstu viðbrögð voru að fagna útlensku eignarhaldi. Svei. Ég fagnaði samt aldrei nafninu.

Helvítið hann Ari Jón.

Sigga Lára sagði...

Ég myndi fagna útlensku eignarhaldi. Ef ég vissi að það væri útlenskt.

Athugist orðalag: Flestir kröfuhafarnir eru erlendir. Kröfuhafar eru mýmargir. Hvergi kemur fram hve stór eignarhluti útlendinga vs Bakkabræðra og Hagamanna er.

Og einhverra hluta vegna er verið að fresta því að segja frá því.
Hvers vegna ætli það sé nú?

Ég finn lykt af rottu, eins og sagt er á útlensku.