17.12.09

Andskotinn!

Djöfull er leiðinlegt að verða svona fúll rétt fyrir jól.

En Bjólfur T. Hor er á leiðinni á fullu inn í atvinnulífið á Reykjanesi. Og iðnaðarráðherra veitir honum ívilnanir og undanþágur. Og aðstoðarmanni forsætisráðherra er sama hvaðan "gott" kemur. (Gott verandi peningar, off course.)

Ef gaurinn sem stal evrunum af hinum gaurnum í fyrradag myndi nota þær til að kaupa húsið af þeim sem stolið var frá... væri það gott? Er alveg eðlilegt og sjálfsagt að Bjögginn komm bara með peningana sem hann stal frá hérlendum sem erlendum (og við erum að skuldsetja okkur til helvítis til að borga) og fái að fjárfesta með þeim í vitrænum framkvæmdum hér á landi sem gætu meiraðsegja skilað hagnaði, og fitni svo eins og púkinn á fjósbitanum á öllu saman? Og fá dæmið þar að auki á brunaútsölu?

Árum saman fengu þessir menn lán á lán ofan, ívilnanir og undanþágur hvar sem þeir komu, út á fésin á sér. Almenningur naut þess ekki að geta fengið nokkurra milljarða lán til að kaupa banka, síðan fullt í viðbót og láta síðan ríki og þjóð borga.

Og nú er komið að skuldadögum, eða ætti að vera það, og þá fá menn að koma með þýfið og kaupa atvinnulífið! Er ekki kominn tími til að "mismuna" gegn, þó ekki væri nema, lykilmönnum í þjóðargjaldþrotinu?

Mig langar að gubba og grenja, ekki búa hérna lengur og fer beinustu leið niður á Austurvöll eftir áramót og kveiki í helvítis jólatrénu.

Hefur eitthvað breyst á spillta Íslandi? Mér líður allavega bara nákvæmlega eins og á sama tíma í fyrra.

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Nákvæmlega það sem ég segi, það hefur andskotann ekkert breyst! Jú reyndar, við tölum alla vega um þetta núna og kokgleypum ekki alveg allt sem okkur er sagt. En já bara, kveikja í jólatrénu, ég held að það sé málið.