8.2.10

Nýtt lýðveldi

Hvernig væri að blanki meirihlutinn segði sig úr lögum við "gamla Ísland"?

Að fyrirmynd útrásarvíkinganna sem hafa stundað að búa til eignarhaldsfélög sem þeir skilja skuldirnar eftir í? Nú er "gamla Ísland" að drukkna í erlendum lánum. Svíðingar eiga flesta banka og stórfyrirtæki... Ég er næstum viss um að Njörður P. lumar á drögum að nýrri stjórnarskrá. Páll Skúlason verði forseti og alvaldur, til að byrja með. (Verst að hann hefur örugglega ekki nokkurn áhuga á því, blessaður.)

Það er mikið tönnlast á því að mesti fjársjóður þjóðarinnar felist í mannauð og náttúruauðlindum. Tökum náttúruauðlindirnar og förum með okkur sjálf, mannauðinn. Hirðum heilbrigðiskerfið og menntakerfið, að fyrirmynd útrásarvíkinga, og annað fémætt úr gamla Íslandi. Skiljum þá síðan bara eftir, með allt á hælunum. Vissulega verður til svartur listi yfir þá sem ekki fá að koma með. Til grundvallar því mætti leggja alla sem nefndir eru á nafn í rannsóknarskýrslunni, til að byrja með.

Erlendir lánadrottnar geta síðan bara hundelt pakkið til Tortóla til að innheimta skuldirnar. Almenningur á Nýja Íslandi þarf þá ekkert að gera nema glotta í kampinn.

Það væri nú gaman.

Engin ummæli: