9.2.10

Stefnum á fjöldagjaldþrot!

Svo er hægt að gera fleira en að hætta að versla við glæpamenn. Það er hægt að hætta að vinna fyrir glæpamenn.

Það hafa jú alltaf þótt sjálfsögð mannréttindi hvers manns í hinum vestræna heimi að gerast launaþræll hjá einhverju gullrassgati og þræla myrkranna á milli á mislélegum skítalaunum við að gera himnaföður fyrirtækisins að milljarðera. Geta með því réttsvo dregið fram lífið og er um leið gert skiljanlegt að halda skuli maður kjafti. Æðislegt. Meiriháttar.

Hvernig væri nú að svelta mafíurnar frá öllum hliðum? Vinna ekki, eða allavega illa, hjá þeim?
Atvinnuleysisgrýlunni og gjaldþrotsdraugnum er gjarnan veifað þessa dagana. Haldið yfir höfði þrælanna eins og fallöxi þannig að þeir æmti hvorki né skræmti á meðan svíðingarnir taka á þá í ósmurt.

En gjaldþrot er ekki dauðinn. Og fjöldagjaldþrot? Tja, ef 70% þjóðarinnar þurfa að hætta að borga 80% skuldanna, þá eru bankarnir komnir í vandræði.

Og þá fyrst verða völdin að einhverju leyti komin til blanka meirihlutans. Þá er séns í helvíti að það verði farið að gera eitthvað.

Á Íslandi eru peningar nefnilega mikilvægari en fólk.

Farin á Maybe I Should Have.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hættum að borga skuldirnar! ef nógu margir gera þetta þá líða ekki margir mánuðir þar til allt fer á hausinn.

BerglindS sagði...

Hvað kom þér mest á óvart í myndinni? Eða hvað var skemmtilegast? Mest sláandi?

Að eigin vali þínu.