Er með hálfgerðu óráði og ætla þessvegna bara að leggjast í táknsæislegan samanburð á milli Eurovisionlaga. Sennilega er það áðurnefnt óráð, sem orsakast að alveg hryllilegri flensu, sem ég sá einhver ógurleg líkindi með framlagi Grikkja til Eurovision í ár og serbneska laginu sem vann... var það ekki 2007? Nenni ekki að fletta því upp. Allavega, lesbían í jakkafötunum og allt það.
Og hvar eru líkindin? Annars vegar eru eintómar konur á sviðinu sem hreyfa sig lítið og flytja ballöðu. Hins vegar eru eintómir kallar á sviðinu sem dansa eins og Grikkinn Zorba og nota allt sem hefur verið að virka síðustu árin. (Til dæmis bæði fiðlu og trommur, sem var nú hálfgert óverkill.)
En. Bæði lög sungin á "frummálinu." Annars vegar konur í jakkafötum, hins vegar kallar í pilsum. Og allt með ferlega öfugum formerkjum, hvort við annað.
Miðað við þetta verða Grikkir í efsta eða neðsta sæti á laugardaginn. (Ef það gengur ekki eftir get ég afsakað mig með óráðinu.
Annars rifjaðist upp fyrir mér undir OPA-brjálæðinu að ég stofnaði Eurovision-bandalagið Þjóðir-á-hausnum með grískum fangelsislækni (sem ég var svo lánsöm að kynnast á leiklistarhátið 2002) um daginn á Fecebook. Eftirá að hyggja einkar ógáfulegt... Ísland og Grikkland líklega verandi þau lönd í Evrópu sem síst hafa efni á að halda eitthvað geðbilað útsendingapartí...
En, ðenn agenn, þetta lið kæmi væntanlega með haug af útlenskum peningum inn í "hagkerfið".
Þetta gengur ekki. Þarf að fara að verða meðvitundarlaus. Þarf nefnilega að rífa mig uppúr óráðinu í fyrramálið og messa í fjórar kennslustundir samfleitt um gríska lesbíu frá 7.-6. öld f.Kr. uppí Háskóla.
Þaldég verði vit í því...
25.5.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli