29.5.10

Kjördagur!

Gleðilegar sveitastjórnarkosningar. Alltaf gaman á kjördag. Ég sé fyrir mér rjómatertur í kjallaranum heima á Selás.

Sveitastjórnarkosningar þýða líka að á morgun á ég leikafmæli. Meiraðsegja frekar merkilegt. Á morgun eru nákvæmlega 5 kjörtímabil síðan ég mætti á mína fyrstu leikæfingu. Það gera 20 ár!

Þetta var æfing þar sem ég var að koma sem íhlaupagítarleikari inn í sýningu á Sölku Völku fyrir einhverja leiklistarhátíð einhvers Bandalags... eitthvað. Var ferlega spes samkoma. En í kjölfarið fylgdi leikhúsbaktería af svo svæsinni gerð að öll vötn hafa síðan runnið til Dýrafjarðar. Tökum bara sumarið. Eftir vetur af massívum leikhúsrannsóknum, einu skrifuðu stuttverki og tveimur litlum leikstjórnum, er ég að fara á Leiklistarskóla Bandalags... þarna eitthvað, í júní. 10 dagar. Ætla reyndar að læra að syngja. (En námskeiðið heitir röddin í leikhúsinu, þannig að...) Síðast í júlí er ég að fara á massíva leikhúsrannsóknaráðstefnu í München... 8 málstofur í einu, 4 sinnum á dag í 4 daga. Jamm. Og í ágúst er leiklistarhátíð Bandalags... þarna eitthvað, hvar ég hyxt stjórna upplýsingamiðstöð af skörungsskap. Í 3 skipti sem ég geri sollis.

Svo eins og sjá má markar dagurinn á morgun 20 ára afmæli gríðarlegra vatnaskila í mínu lífi. Ég veit ekki baun hvað ég væri annars að gera við líf mitt. Pólitík, kannski? Gubb?

Annars ætlaði ég að skrifa eitthvað um pólitík en ég kann ekki við það.

Í dag er kosningarétturinn og skoðanarétturinn alheilagur. Hvað sem menn kjósa og hvort. Allir verða að vera sammála um að vera ósammála og vonandi kemur hinn allrabesti grautur útúr öllu saman.

Engin ummæli: