26.5.10

Ósökkvanleg skip

Það eru að verða 100 ár síðan Titanic sökk. Það sem mér finnst alltaf merkilegast er að menn töluðu um, algjörlega kinnroðalaust, að þetta væri ósökkvanlegt skip. „Unsinkable Ship.“ Hvorki meira né minna. Hljómar frekar fáránlega í dag.
Einhversstaðar í ætti við óbilanlegar vélar og lifni-við-pilluna.

Mér datt þetta bara svona í hug þegar ég var að lesa í DV um fyrrverandi starfsmenn Kaupþings sem ætluðu að hagnast á „áhættulausum fjárfestingum.“

Ég fæ alltaf smá ósökkvanlega lifni-við tilfinningu þegar ég heyri þetta orðalag. Alveg síðan fyrirtækið sem, skv. hæpinu, gat ekki gengisfallið á hlutabréfamörkuðum, Íslensk erfðagreining, fór úr genginu 50 niður í 7, eitthvað sirkabát, á skömmum tíma síðsumars 2001.

Hefðu menn ekki strax þá átt að sjá ljósið með "áhættulausar fjárfestingar"?

Engin ummæli: