24.5.10

Gosið búið?

Og bráðum klárast kosningar, hvernig sem þær fara.

Og kannski klárast einhverntíma að gera upp hrunið? Þegar búið verður að lögsækja og dæma hrunverja, hvernig sem það nú fer?

Og kannski hætta spilltir pólitíkusar einhverntíma að hanga eins og hundar á roði og segja af sér?

Ætli verði einhverntíma hægt að upplifa svona dásamlega gúrkutíð aftur, þegar ekkert er í fjölmiðlum nema fréttir af nýfæddum lömbum og einhverju sem gerist í útlöndum?

Ég er komin á þá skoðun að best sé að búa í löndum sem komast sjaldan eða aldrei í heimspressuna.

Kanada!

3 ummæli:

Siggi P sagði...

Alltaf eitthvað að frétta frá Kanada...

Sigga Lára sagði...

Sjitt ... Eins gott að vera ekkert að fara í rútu í Kanada?

Spunkhildur sagði...

Ég held að það sé best að vera hérna heima. Ef allt fer til fjandans á maður allavega mömmu sem gefur manni kjötsúpu. Það er gott.