27.10.10

Bangsadagur!

Það var bangsadagur hjá börnunum mínum í leikskólanum í dag. Freigátan fór með birnuna Dísu. Hún er nefnilega bara eins árs. (Samkvæmt Freigátunni. Í raun og veru er hún nú komin yfir tvítugt.)

Og vetrarfríið er búið hjá Hagaskólafeðgum. Rannsóknarskip hóf fyrsta vinnudaginn á því að stilla vekjaraklukkuna klukkutíma of seint. Sem betur fer á hann nú árrisul börn og hljóp af stað, úldinn og úfinn, ekkert svo mikið of seint.

Sjálf er ég allt of róleg yfir tvöföldu deddlæni í vikunni. Nenni ekkert að pæla í hvað ég ætla að segja eftir tvo sólarhringa. Svo þarf ég líka að senda inn á eina ráðstefnu fyrir laugardaginn. Já, í millitíðinni er ég að fara í hjartaómun.

En allt kemur fyrir ekki, stressið heldur sig fjarri.

Hei! Enda er ekkert af þessu neitt mál og ég hef allan heimsins tíma!
Best að drífa þetta bara alltsaman af fyrir hádegi og fara svo að hugsa um eitthvað annað.

Engin ummæli: