Er búin að vera að skrifa fyrirlestur í dag. Eða ekki. Sem verður fluttur eftir hádegið á morgun. Og ég veit eeeekkert mikið hvað ég ætla að segja. En þar sem það er yfirleitt auðveldara fyrir mig að tala en ekki þá reikna ég alveg með að segja eitthvað.
Svo fór ég í hjartaómun í morgun. Og hjartað í mér er alveg eins og í kornungu fjallalambi. Slær hægt og rólega og er í fínu standi. Fékk alveg fína skoðun á það. Þá á ég bara eftir að hitta hjartalækninn minn einu sinni og verð síðan útskrifuð með stakyfirlit vegna ofurheilsu í hjarta og æðakerfi. Reikna með að verða minnst 150 ára í framhaldinu, ef ekkert kemur uppá. Þá er nú líklega að fara að lengja hlaupahringinn eitthvað.
Annars er október að verða búinn. Ég finn alveg fyrir því. Ýmsir gálgafrestir virðast líka alltaf hrúgast í kringum mánaðamót þessi misseri, alveg óháð öllum launakerfum eða þannig. Þegar morgundagurinn verður búinn (sem hann verður reyndar líklegast seint) er þetta nú frekar lygn sjór, í nokkrar vikur. Aldrei að vita nema rannsóknin mjakist eitthvað.
Var hins vegar alveg andvaka í nótt af einhverju stressi. Asnalegt. Eins og mér verði skotaskuld úr því að tala í kortér um eitthvað sem ég er búin að hugsa um í eittoghálft ár?
Þá bæri nú nýrra við.
28.10.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli