23.11.10

Læra meira. Og meira.

Jæja. Artaud réttsvo afgreiddist í gær. Hann er nú strembinn. Enda held ég að það séu aukamerkingar í sumum orðunum sem hann notar... en ég nenni ekki að útlista það.
Eiginlega er ljómandi að lesa allskonar mis-abstrakt leiklistarkenningar og fara svo á leikæfingu á kvöldin og hugsa um þær á meðan. Ferlega sniðugt.

Annars gengur ferlega vel að æfa leikritið mitt í Hugleiknum. Það heitir (núna) Helgi dauðans og á að frumsýnast seinnipartinn í janúar. Mér þykja æfingar ganga með eindæmum vel. Langar oft til að segja hið fornkveðna „mikið ofboðslega er þetta gott leikrit,“ en stilli mig þar sem nýliðið sem er að leika í þessu þekki ekki Unni Gutt mjög vel.

Í dag ætla ég að læra gríðarlega vel og lengi. Jafnvel fara í jóga, meiraðsegja. Læra fram að kvöldmat, fara á leikæfingu eftir kvöldmat og skrópa alveg á heimilið. Enda er ég svo geðvond heima hjá mér eitthvað og með endalaust samviskubit yfir að vera ekki í húsum hæf svo ég held að bæði ég og heimilið verðum alveg guðslifandi...

Það sést ekkert í skrifborðið mitt fyrir drasli. Lítur út fyrir að ég sé að gera miklu meira en ég er. Sem er kannski bara ágætt. Ég ætlaði alltaf að gera borðið mitt eitthvað „persónulegt.“. Hengja upp myndir og/eða eitthvað merkilegt á veggstubbana í kringum borðið mitt og svona. En ég hef bara ekki gert það. Ég gerði reyndar merkisspjald, á fyrstu dögunum mínum hér. Hafði fyrir að fara með það upp á Bandalag og plasta það og allt. En fyrir utan nokkra post-it með deddlænum er það það eina sem hangir. Allt hitt er eitthvað drasl og bækur sem liggur allt í haugum. Sem má svo sem alveg færa rök fyrir að sé minn stíl...

Engin ummæli: