Hroðaleg ellimerkin eru farin að láta á sér kræla úti um allt. Eftir nokkra daga við lestur og skriftir á daginn, börn og bú seinnipartinn og leikæfingar á kvöldin er maður bara alveg gjörsamlega kappútt. Tala nú ekki um þegar maður þarf svo að vinna kannski eitthvað aðeins fram yfir miðnætti. Alveg allt ónýtt. Ég man nú þá tíð að svona gátu annir og ár liðið án þess að högg sæi á vatni.
Og hversu gamall er maður orðinn þegar maður nennir eiginlega ekki til Japan? Bara hálfvonast til að öngvir styrkir skili sér svo aðra vikuna í ágúst verði maður bara heima hjá sér í vellystingum sem endranær?
Algjört gamalmenni, ævintýraþrársneytt.
Það er bara alveg ferlega langt til Japan. Og þar snýr líka sólarhringurinn öfugt. Ruglland.
Er samt alveg að verða búin með umsókn um fjármögnun. Ef ég man einhverntíma eftir að leita að númerinu á vegabréfinu mínu.
En ég er Ör Magna. Og þyrfti að vera að gera svo dæmalaust margt. Eftir að föndra aðventukransinn. Veit ekki hver er helst að fara til að kaupa grein. Búin að fara allt of seint að sofa allt of mörg kvöld í röð. Úgh.
Vantar aðstöðu til að leggja sig í vinnunni.
26.11.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli