17.12.10

Bévuð 2007 vandamál.

Þau eru ekki einhöm, ruglin frá 2007. Til dæmis er það nú svo, í arkævinu á þessari ágætu vefdagbók, að frá og með 28. janúar 2007 og til mánaðamóta júní/júlí 2008 eru allar myndskreyttar færslur með spurningamerkjum í stað íslenskra stafa. Og ekkert mismunandi, neitt. Allir íslenskir stafir rípleisuðust með EINS spurningamerkjum. Ekkert sem hægt er að gera til að stytta sér leið í lagfæringum á þessu. Og þær þarf að gera.

Þetta tímabil nær frá eins árs afmæli Freigátunnar, fram yfir fæðingu Hraðbáts og þar til hann er um 5 mánaða. Eins og gefur að skilja er þarna varðveitt, einum staða, ógnarmikið af myndskreyttum skýrslum sem ég vil síst brjóta eður týna. (Og allt plöggið fyrir hið stórgóða stykki Epli og eikur, sem ég var að berjast við að lagfæra áðan, mér til upphitunar.)

Ég hef vitað af þessu næstum allan tímann. Fattaði eitthvað stillingarfokköpp og lagaði þarna 2008. En skaðinn var alveg ferlega skeður. Enda fór ég í fýlu í alveg ár og nennti ekki að gá hvað þetta næði langt aftur. Var eiginlega bara að því núna. Svo er ég búin að vera að laga eina og eina færslu, í gegnum árin... en hroðalega skrifar maður mikið af íslenskum stöfum alltaf, eitthvað.

Svo er fárviðri um allt land. Ógeðslega kalt úti. Og ég vildi að ég væri ennþá undir sæng.
Brrrrrr.

Engin ummæli: